föstudagur, október 29, 2004

Björgunarleikar unglingadeilda

Unglingadeildin Hafstjarnan á Ísafirði á 60 ára afmæli í ár og af því tilefni
ætlum við í Hafstjörnunni að hald afmælisveislu og björgunarleika fyrir
unglingadeildir. Þér og þinni unglingadeild er hér með boðið að taka þátt í
leikunum og koma í afmælið.

Björgunarleikarnir fara fram á Ísafirði laugardaginn 6. nóvember og hefjast kl
10:00. hér fyrir neðan eru frekari upplýsingar um keppnina sjálfa. Keppnin stendur
til kl 17 og að keppninni lokni verður öllum boðið í sund á Ísafirði og svo verður
matur í boði Hafstjörnunnar fyrir alla þátttakendur leikanna. Eftir matinn skemmtum
við okkur svo saman og verðlaun verða veitt.

Afmælis veislan sjálf fer svo fram sunnudaginn 7. nóvember á milli kl 14:00 og
17:00. þar verður opið hús og kaffi og kökur.
Við sjáum um mat á laugardaginn og hjálpum til við að fá gistingu fyrir alla
aðkomumenn.

Nánari upplýsingar og skráning
Einar Birkir Sveinbjörnsson sími 868-4098 mail: einarb85@hotmail.com Umsjónarm.
Jóhann Bæring Pálmason sími 820-0018 mail: basi@nh.is
Umsjónarm.
Óskar Ágúst Albertsson sími 869-4845 mail: gallvaskur@hotmail.com Formaður


Björgunarleikarnir
Liðin verða skipuð 5-8 mönnum. Göngufært verður milli pósta. Hægt verður að skrá í
blönduð lið ef ekki eru til nægilega margir í lið. Aldurstakmark hámark 18 ára.

Sig með börur fram af tanki allir sem ætla að aðstoða með flutning á börunum niðri
verða að síga niður.

Skyndihjálp. Einn sjúklingur á lið, líkamsskoðun ganga frá sárum og undir búa til
flutnings.

Snjóflóða ýlar: Leit með snjóflóða ýlum farið verður eftir tíma sem tekur að finna
ýlirinn

Bind hnúta dæmt eftir kunnáttu og kannski tíma. Og leysa skrifleg verkefni
Láta fólk júmma sig upp eftir línu sem verður lát síga niður. dæmt eftir tíma

Klifur. Gert verður nokkrar leiðir í klifurvegg mis erfiðar og verðu gefið stig
eftir hversu langt maður kemst.

Áttavitaverkefni. Taka stefnur og labba eitthvað. Dæmt eftir nákvæmni og tíma.

slöngubátar. Einhver kennslin á notkun slöngubáta (ekki keppni)

miðvikudagur, október 06, 2004

Skemmtilegur leikur frammundan

Nú á næsta fundi beggja sveita verður svo kallaður póstaleikur, hann fer framm utandyra og tekur allavegana svona klukkutíma, svo við kvetjum alla til að mæta vel klædda á næsta fund, í góðu skapi og taka þátt í leik með flokknum sínum. Fundirnir verða á sama tíma og venjulega.
Sveitarforingjar