fimmtudagur, september 16, 2004

Landsmótsvefurinn

Mig langar bara að benda ykkur á að það er komið svolítið af upplýsingum um komandi lansmót inn á Landsmótsvefinn, www.scout.is/landsmot/, mælum með því að allir skoði vefinn vel því þar er mikið af spennandi upplýsingum um mótið, fjölskyldubúðirnar og fleira.

þriðjudagur, september 14, 2004

Frétt á BB.is

Jæja, þá er starfið hafið, og byrjar bara vel.
Við erum búin að senda tilkynningu inn á www.bb.is og kom sú frétt í dag inn á vefinn...
Við hlökkum svo bara til að sjá sem flesta á fundi í kvöld.

föstudagur, september 03, 2004

Starfið Hefst

Nú er kynning í skólunum afstaðin og þá tekur bara við starf vetrarinns, sem hefst þriðjudaginn 7. september. Við búumst við allveg frábærum vetri og við kvetjum alla til að vera með.
Hérna hægra megin á síðunni er svo hægt að sjá hvenar hverjir eiga að mæta ásamt fleiri skemmtilegum upplýsingum um önnur félög, Landsmótið, skátavefurinn og fleira.