Vinnuhelgi
Um helgina verður vinnuhelgi í Dyngju, þangað ætla nokkrir galvaskir skátar að mæta, rífa eins og eina eldhúsinnréttingu og brenna hana, taka til og gera flott í dyngju fyrir komandi vetur. Þetta verður spennandi og skemmtileg helgi, svo allir sem hafa tök á því að mæta, endilega, láta sjá sig og taka kúst í hönd og leggja sitt að mörkum.
Sjáumst í Dyngju ;)
Sjáumst í Dyngju ;)