miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Vinnuhelgi

Um helgina verður vinnuhelgi í Dyngju, þangað ætla nokkrir galvaskir skátar að mæta, rífa eins og eina eldhúsinnréttingu og brenna hana, taka til og gera flott í dyngju fyrir komandi vetur. Þetta verður spennandi og skemmtileg helgi, svo allir sem hafa tök á því að mæta, endilega, láta sjá sig og taka kúst í hönd og leggja sitt að mörkum.
Sjáumst í Dyngju ;)

sunnudagur, ágúst 01, 2004

Heimasíða

Velkomin á heimasíðuna okkar, þessi síða hefur að geyma ýmsa skemmtilega hluti sem er gaman að skoða, einnig koma hlutir hérna fram sem tengjast félaginu sjálfu.
Svo hefur þessari síðu verið skipt niður þannig að hérna til hliðar er hægt að sjá hvað er að gerast hjá hverri sveit fyrir sig. Hvenar fundir eru, hvað er verið að fara að gera, útilegur og annað þess háttar.
Vonum að þessi síða eigi eftir að koma að gagni ;)